VELKOMIN Í GLERAUGNABÚÐINA MJÓDD
Framleiðandi hefur innkallað linsuvökva sem við höfum haft í sölu í skamman tíma (sjá mynd).
Bakteríudrepandi efni í vökvanum er, skv. framleiðanda ekki í nógu miklu magni og innkallar hann því vöruna. Þetta er einungis gert til öryggis, en engin tilvik hafa borist frá notendum erlendis frá um að varan standist ekki væntingar.
Þeir viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna er bent á að farga henni, eða koma með hana til okkar til þess. Við endurgreiðum, eða útvegum nýja vöru að kostnaðarlausu.

– NÝJUNG –
Óbrjótanleg barna og unglingagleraugu. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Óbrjótanleg barnagleraugu
19.900 kr
Börn eiga ekki að þurfa að láta notkun gleraugna hefta sig í leik og íþróttum. Með einstakri hönnun sameina GVO barnagleraugum eiginleika hefðbundinna gleraugna og íþróttagleraugna. Umgjarðirnar eru afar sveigjanlegar og þola hnjask sem fylgir fjörugum og ærslafullum börnum. Fjölbreytt litaúrval gera börnunum auðvelt að velja gleraugu eftir sínu höfði. Kynntu þér þessi einstöku gleraugu nánar hér á síðunni eða renndu við í verslun okkar í Mjóddinni.
OPNUNARTÍMAR
MÁNUDAGA – FÖSTUDAGA
10:00 ~ 18:00